Ein vika laus í íbúð FFR að Tjarnarlundi 19e frá 21.júní til 28.júní. Verð 22.000 kr. Fyrstur kemur - fyrstur fær!
Í dag var undiritað í húsakynnum Ríkissáttasemjara samkomulag um stofnun samstarfsnefndar um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga. Með undirritun samkomulagsins er fyrsta skrefið stigið í átt að samvinnu um bætt vinnubrögð í kjarasamningum eins og BSRB hefur lagt ríka áherslu á.
Aðilar samstarfsins eru Fjármála og efnahagsráðuneytið, ASÍ, BSRB, KÍ, SA og BHM. Ríkissáttasemjari, Magnús Pétursson stýrir starfi nefndarinnar.
Færst hefur í vöxt að fyrirtæki geri svo kallaða fastlaunasamninga við starfsmenn sína.
Oft eru þetta starfsmenn sem hafa náð uppfyrir þann stall að vera á plani eins og það var orðað á vaktinni um árið.
Eru sumsé komir með einhverja ábyrgð og þar af leiðandi með hærri laun en planfólkið.
En það er ekki allt sem sýnist í þessum efnum!
Enn eru nokkar lausar vikur í orlofshúsum félagsins.
Á Akureyri eru tvær vikur lausar í sumar:
7,júní til 14.júní og 26.júlí til 2. ágúst.
Í Munaðarnesi eru eftirtladar vikur lausar:
7.júní til 14.júní, 28.júní til 5.júlí og 16.ágúst til 23.ágúst.
Í Vestmannaeyjum eru eftirtaldar vikur lausar:
12.júlí til 19.júlí
19.júlí til 26.júlí
9.ágúst til 16.ágúst.
Best er að bóka í gegnum orlofsvef félagsins gegnum heimasíðuna. Eins má snúa sér til skrifstofunnar í síma 525-8410.
Um vikuleigu er að ræða og kostar vikan kr. 22.000.-
Undirbúningur að gerð nýs kjarasamning er hafin á skrifsstofu FFR og mun stjórn og trúnaðarmenn funda á morgun að Grettisgötu 89 í Reykjavík.
Á fundinum verður farið yfir stöðuna á vinnumarkaði og hvers má vænta í komandi kjaraviðræðum.
Einnig er ætlunin að hefja vinnu við kröfugerð félagsins.
Trúnaðarmenn félagsins gegna veigamiklu hlutverki við mótun kröfugerðarinnar.
Í haust mun svo formaður FFR heimsækja vinnustaði áður en kröfugerð verður lögð fram og viðræður hefjast.
Kristján Jóhannsson formaður FFR hefur tekið við framkvæmdastjórn félagsins af Hallgrími Hallgrímssyni.
Mun Kristján sinna skrifstofu- og félagsmálum FFR í fullu starfi frá og með 1. júní 2013.
Skrifstofa FFR er í BSRB húsinu, Grettisgötu 89 í Reykjavík. Kristján verður með fasta viðveru
á skrifstofunni virka daga en vissara er að hringja á undan sér.
Síminn á skrifstofu FFR er 525 8410.