Fyrsti fundur sameiginlegrar samninganefndar FFR, LSS og SFR var í gær í húsnæði Ríkissáttasemjara. Lagði samninganefndin fram kröfugerð og gögn en næsti fundur verður miðvikudaginn 18.desember.
Á myndinni má sjá stóru samninganefdina, en viðræðunefnd félaganna samanstendur af formönnum og framkvæmdastjórum félaganna.
Viðræður um nýjan kjarasamning FFR, LSS og SFR við SA/Isaiva ohf hefjast í dag í húsnæði Ríkissáttasemjara. Núgildandi samningur rennur út þann 28. febrúar 2014. Gert er ráð fyrir að opna viðræður í dag. Félögin munu leggja fram sameiginlega kröfugerð sem unnið hefur verið að síðustu vikurnar. Formenn félaganna, Kristján Jóhannsson form. FFR, Sverrir Björn Björnsson, form LSS og Árni Stefán Jónsson form. SFR fara fyrir hinni sameiginlegu samninganefnd.
Skrifað verður undir viðræðuáætlun FFR, SFR og LSS við Isavia ohf/SA n.k. miðvikudag 27.nóvember. Þá má segja að formleg vinna við gerð nýs kjarasamning geti hafist. Núgildandi kjarasamningur FFR við Isavia ohf/SA rennur út 28.febrúar 2014.
Stjórn FFR hefur samþykkt að tefla fram sameiginlegri samninganefnd með SFR og LSS, Landsambandi slökkviliðs-og sjúkrafluttningamanna í komandi kjaraviðræðum við Isavia ohf/SA. Áður hafði verið samþykkt að vinna með SFR í samningunum. Vinna við mótun kröfugerðar er í fullum gangi og reiknað er með að skrifað verði undir viðræðuáætlun fyrir lok mánaðar og að samingaviðræður hefjist fljótlega eftir það.
Stjórn FFR samþykkti á fundi sínum fyrir skömmu að samninganefnd í komandi kjaraviðræðum við isaiva ohf verði sameiginleg með SFR.
Við gerð síðasta kjarasamnings 2011 var sá háttur hafður á og þótti samstarfið takast vel og var m.a. byggt á þeirri reynslu við þessa ákvörðun. Nú verður vinna við mótun kröfugerðar einnig unnin sameiginlega.
Sú vinna er hafin og miðar vel. Trúnaðarmenn flugöryggisvarða hittust í morgun á fundi með hluta samninganefndarinnar á vinnufundi.
Stefn er að því að mótun kröfugerðar verði tilbúin um miðjan nóvember n.k.